Stjórnsýsla skattamála— Ný bók 2023

Stjórnsýsla skattamála, um réttarfar í skattamálum o. fl. er heitið á nýjustu bók skattalögfræðingsins Ásmundar G Vilhjálmssonar. Er hún rituð til fyllingar á bókunum Skattur á fyrirtæki sem kom út 2003 og Skattur á menn sem út kom tuttugu árum síðar eða 2022. Umfjöllun ofangreindra rita einskorðaðist við tekjurnar. Í þeim var því lítið sem ekkert fjallað um skattstjórnsýsluna, málsmeðferð skattamála á stjórnsýslustigi og innheimtu álagðra skatta. Með þessari bók er reynt að bæta úr því. Er hún um 480 bls. og skiptist í þrjá meginþætti og tíu undirkafla.
Fjallar fyrsti þátturinn um skattstjórnsýsluna, það er fólkið sem leggur á okkur opinber gjöld, annar um endurákvörðun á skatti og kæru álagningar og eða endurákvörðunar. Þriðji og síðasti þátturinn er hins vegar um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Sjá meðfylgjandi efnisyfirlit Stærsti notendahópur þessarar bókar eru nemendur í háskólum landsins sem bæta vilja færni sína, fólk sem vinnur við bókhald og reikningsskil sem umhugað er um viðskiptamenn sína. Bókin stjórnsýsla skattamála o.fl. fæst í Bóksölu stúdenta og kostar 15.000 kr. Einnig er unnt að panta hana á netfanginu agv@skattvis.is