Bókatíðindi: Stjórnsýsla skattamála sem kom út í byrjun sumars er að verða uppseld. Nokkrar bækur eru þó til hjá höfundi og kosta þær 15.000 kr. stk. Þá hefur verið ákveðið að lækka verðið á bókunum: Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur og Skattur á menn um 5000 kr. pr. bók og kosta þær því aðeins 10.000 kr. eintakið. Tilboð þetta gildir til jóla 2023 og er unnt að kaupa bækurnar á netfanginu: agv@skattvis.is
Stofnendur
Ásmundur G. Vilhjálmsson er fæddur á Borg í Sandgerði árið 1954. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti. Ásmundur hlaut styrk úr Vísindasjóði árið 1991 og 1992 til verkefnisins: Tekjuhugtak ísl. skattalaga, álagning og framkvæmd, og voru það hæstu styrkir, sem greiddir voru þau ár. Ásmundur hefur gefið út ritin Skattaréttur 1 til 4 á árunum 1994, 1995 og 1996, Skattur á fjármagnstekjur og eignir árið 1999, Útgáfa jöfnunarhlutabréfa – gagnrýnin endurskoðun á dómi Hæstaréttar í máli Félags Vatnsvirkja hf. árið 2000, Skattur á fyrirtæki árið 2003, EES-samningurinn og íslenskur skattaréttur 2014 og Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur 2017, Skattur á menn 2022 og Stjórnsýsla skattamála o. fl. – NÝ BÓK 2023
Ásmundur var framkvæmdarstjóri Vinnumálanefndar ríkisins frá 1981 til 1984, fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akranesi frá 1984 til 1986, deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytisins frá1986 til 1989, deildarstjóri í skattadeild fjármálaráðuneytisins frá1989 til 1991 og sjálfstætt starfandi fræðimaður frá 1991 til 1996, er hann hóf rekstur eigin lögmannsstofu. Kennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands frá haustinu 2005, fyrst sem stundakennari en sem aðjúnkt frá 1. jan. 2007. Kennslugreinar hans eru: Einstaklingsskattaréttur (grunnnám), fyrirtækjaskattaréttur (meistaranám) og alþjóðlegur skattaréttur (meistaranám) svo og félaga- og skuldaskilaréttur (meistaranám). Fastráðinn kennari frá og með 1. jan. 2012. Um starfsferil hans nánar sjá hér.
Ragnheiður Bogadóttir er fædd í Reykjavík árið 1977. Lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2007. Eftir próf starfaði Ragnheiður hjá Reykjavíkurborg sem lögfræðingur, hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sem aðstoðarmaður dómara og lögfræðingur á nefndarsviði Alþingis. Ragnheiður starfar nú hjá Eftirlitsdeild Reykjavíkurborgar á umhverfis og skipulagssviði. Ragnheiður hefur málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi.